top of page
20190622_092224 (1).jpg
SAGA STÖÐVARINNAR

Garðyrkjustöðin Flóra var stofnuð þann 1. febrúar 2017.

Stöðin hét áður Garðyrkjustöð Ingibjargar og var lengst af í eigu hjónanna Ingibjargar Sigmundsdóttur og Hreins Kristóferssonar, en nýir eigendur stöðvarinnar eru systurnar Ragna og Sigríður Sigurðardætur og eiginmenn þeirra; Kristinn Alexandersson og Þorvaldur Snorrason.

 

Þorvaldur er garðyrkjufræðingur og starfaði um árabil hjá Ingibjörgu og Hreini í Garðyrkjustöð Ingibjargar og systurnar Ragna og Sigríður koma úr mikilli garðyrkjufjölskyldu, en afi þeirra og síðar faðir áttu og ráku Garðyrkjustöðina Fagrahvamm í áratugi. 

 

Nafnið Flóra kemur einmitt úr fjölskyldu Rögnu og Sigriðar en Ingimar afi þeirra og Ragna systir hans stofnuðu blómabúðina Flóru í Austurstræti 7 árið 1932 og var hún ein fyrsta blómabúðin í Reykjavík. 

UPPHAFIÐ
Rekstur garðyrkjustöðvarinnar má rekja allt aftur til ársins 1953, en þá reistu foreldrar Ingibjargar, Sigmundur og Kristín, 100 fm. gróðurhús á Heiðmörk 31 og tóku til við ræktun á agúrkum og sumarblómum. 
Garðyrkjustöð Sigmundar var rekin að Heiðmörk 31 til ársins 1980, en þá keyptu Ingibjörg og Hreinn reksturinn og tóku formlega við í janúar 1981.
 
Þá hafði rúmlega 200 fm. gróðurhús undir tómata bæst við, auk svæðis undir vermireiti. Framleiðslan á þessum tíma var eingöngu sumarblóm og grænmeti.  
Ingibjörg og Hreinn byggðu sitt fyrsta gróðurhús milli húsanna tveggja sem fyrir voru og héldu uppbyggingunni áfram að Heiðmörk 31. 
Screen Shot 2019-07-06 at 10.12.21.png
Fyrsta gróðurhúsið, reist árið 1953
Screen Shot 2019-07-06 at 10.22.26.png
Gróðurhús nr. 2, tómatahúsið
ÞÁTTASKIL
Um miðjan níunda áratuginn urðu þáttaskil í starfseminni þegar Ingibjörg og Hreinn festu kaup á garðyrkjustöð neðar í götunni, við Heiðmörk 38, þar sem aðalstarfsemi Flóru er í dag.
 
Þar var byggður 150 fermetra söluskáli og sett upp rúmgott sölusvæði fyrir garðplöntusölu. Við þetta jukust möguleikar á fjölbreytni í framleiðslu. Úrval garðplantna var stóraukið og pottablómaræktun tekin upp. 
gardyrkjustod.ingibjargar.1985 (1).jpg
Útisvæðið 1985
gardyrkjustod.ingibjargar.1986.2.litil (
Skálinn í byggingu 1986

Árið 1991 bættist við reksturinn ein elsta garðyrkjustöð landsins, Grímsstaðir. Þar var um að ræða 1.100 fermetra undir gleri auk stórs útisvæðis undir trjá- og sumarblómaræktun. Síðan bættist við Snæfell, þá Rósakot, Lindarbrekka og loks Akur. Garðyrkjustöðin byggði lengi vel á grunni 8 eldri garðyrkjustöðva og er nú samtals 6.000 fermetrar undir gleri, auk 4.000 fermetra í plasthúsum, ræktunarsvæðis með vermireitum og sölusvæði.

Breytingar hafa þó orðið hin síðari ár þar sem búið er að selja tvær stöðvar og Lindarbrekka brann árið 2010.

Í staðinn hafa gróðurhús í Fagrahvammi verið tekin á leigu.

Til að byrja með voru stöðugildin í Garðyrkjustöðinni um 1,5 ársverk. Nú starfa um 10 manns í fullu starfi allt árið í garðyrkjustöðinni og annað eins bætist við yfir sumarvertíðina. Þar sem hluti garðplönturæktunar er árstíðarbundinn er breytt um framleiðslutegund um mitt ár. Frá janúar til júlí eru ræktuð sumarblóm, en frá júlí til desember eru húsin nýtt undir græðlingatöku og jólastjörnuræktun. Þá eru laukblóm s.s. túlípanar, páskaliljur og hýasintur einnig þáttur í framleiðslunni.

Afurðir garðyrkjustöðvarinnar eru seldar í smásölu að Heiðmörk 38 og í heildsölu vítt og breitt um landið.

INNLIT Í FLÓRU SUMARIÐ 2019
Innlit í Flóru 2019

Innlit í Flóru 2019

Play Video
bottom of page