alfablaevaengur.hvitur
solbodi.sunny.2
risadalia.gardyrkjustod.ingibjargar_19
stjupa.7
skjaldfletta.3
flower-273391_1280
hengi.tobakshorn.fyllt
flower-639208_1280
blomatobak.3
margarite-4213970_1280
geranium-4261279_1280
sunflower-1536088_1280
daisies-3471283_1280
cranesbill-2416450_1280
kornblom.4

Sumarblóm eru í blóma allt sumarið og eru því ákjósanleg ein og sér eða í félagi við fjölærar plöntur sem blómgast flestar í styttri tíma á ólíkum tímabilum sumarsins.

Við ræktum öll okkar sumarblóm í pottum. Það tryggir betri gæði.

 

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá eitthvað af því úrvali sem við erum með á útisvæðinu okkar og í gróðurskálanum. Við ábyrgjumst ekki að allt sé til, en við eigum líka örugglega eitthvað fleira en er á myndunum.

 

Sjón er sögu ríkari - Verið velkomin í Flóru.

Aftanroðablóm
Lýsing: Bleik eða hvít stór blóm.

Hæð: 30-50 sm.

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í þurrum, vel framræstum jarðvegi.

Hentar í sumarblómabeð og blómaker.
Álfablævængur
Lýsing: Bleik, fjólublá eða hvít blóm sem líkjast blævængjum.

Hæð: 30-40 sm..

Aðstæður: Mjög blómrík og harðgerð. Hentar best í hengipotta.
Bláhnoða
Lýsing: Blómin blá í júní og fram í september. Blómstrar mikið.

Hæð: Hæð 15-40 cm.

Aðstæður: Þarf skjól og sólríkan stað. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi.
Blákragafifill
Lýsing: Blátt, bleikt eða hvítt fíngert hengiblóm. Mjög blómríkt.

Hæð: Hengiplanta.

Aðstæður: Harðgerður.
Bleika.perlan/Húsmæðrablóm
Lýsing: Bleik blóm.

Hæð: 20-30 sm.

Aðstæður: Harðgerð.
Blóðdropi Krists (Fuchsia)
Lýsing: Ýmsir litir í rauðum, bleikum, fjólubláum og hvítum tónum. Mjög blómviljug.

Hæð: Ýmist til með uppréttan eða hangandi vöxt. Einnig til smágerð og stórgerð afbrigði.

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi.

Hentar í hengipotta og ker. Getur lifað veturinn innanhúss. Þolir ekki að frjósa.
Blómahorn/Þúsundbjöllur
Lýsing: Blómviljug og blómstrar fram á haust. Ýmsir blómalitir.

Hæð: Hengiplanta.

Aðstæður: Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi.

Hentar vel í hengikörfur og ker.
Brúðarauga (Lobelia)
Lýsing: Blá eða bleik blóm.

Hæð: 10 sm.

Aðstæður: Harðgert. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi.

Hentar sem kantplanta í sumarblómabeð.
Brúðarstjarna
Lýsing: Blómkörfurnar stórar í hvítum, rauðum eða bleikum lit. Blómstrar mikið og meira ef visnuð blóm eru týnd af jafn óðum.

Hæð: 20-40 sm.

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst vel í öllum vel framræstum jarðvegi.
Dahlia
Daggarbrá
Lýsing: Hvít blóm með gulri miðju. Blómviljug og blómstrar frameftir hausti.

Hæð: Hæð 20-30 sm.

Aðstæður: Harðgerð. Vindþolin. Þrífst best á sólríkum stað í rökum, næringarríkum jarðvegi.
Fiðrildablóm
Lýsing: Blandaðir litir í rauðum, bleikum eða hvítum tónum. Blómviljug.

Hæð: 20-30 sm

Aðstæður: Harðgert. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi.

Hentar í sumarblómabeð.
Fjóla
Lýsing: Blómin annaðhvort einlit eða þrílit með lítilli gulri miðju. Gul, hvít, blá, bleik eða hvít. Blómviljug og blómstrar lengi.

Hæð: 10-20 sm.

Aðstæður: Mjög harðgerð. Vindþolin. Þrífst vel á sólríkum stað. Þolir hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Blómstrar mikið og lengi.
Flauelsblóm
Lýsing: Gul, rauðgul eða tvílit blóm, Mörg afbrigði.

Hæð: 15-20 sm.

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í sendnum, vel framræstum jarðvegi. Blómstrar mikið.Viðkvæmt fyrir frosti.
Fyllt nellika
Garðaslæða
Lýsing: Blómin mynda þúfu af litlum bleikum eða hvítum blómum.

Hæð: Fíngerð og þéttvaxin hengiplanta.

Aðstæður: Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað og skjól. Þrífst í vel framræstum jarðvegi.

Hentar í hengipotta og ker.
Glitgeislahnappur
Lýsing: Gul blóm í júní og langt fram eftir hausti.

Hæð: Hengiplanta. 30-50 sm.

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst vel í næringarríkum jarðvegi.

Notuð í hengipotta og ker.
Hádegisblóm
Latneskt heiti: Dorothenanthus bellidiformis

Lýsing: Blandaðir litir. Blómin opnast móti sól en lokast í skugga. Blómstrar frameftir hausti.

Hæð: 10 sm.

Aðstæður: Harðgert. Heillandi blóm sem ekki á sinn líka. Breiðir vel úr sér. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst vel í þurrum, sendnum jarðvegi.

Hentar í sumarblómabeð.
Hengi Brúðarauga/Hengi Lobelia
Lýsing: Ýmsir litir í bláum, hvítum og bleikum tónum. Blómviljug

Hæð: hengiplanta.

Aðstæður: Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi.

Hentar í hengipotta og ker.
Hengi Járnurt
Lýsing: Blá, rauð, bleik eða hvít blóm í sveip. Blómstrar á hangandi greinum.

Hæð: 20-30 sm

Aðstæður: Þarf sólríkan og hlýjan vaxtarstað í góðu skjóli. Þrífst best í léttum, vel framræstum jarðvegi.

Góð í hengipotta.
Hengi Nellika
Lýsing: Blómin mörg saman á stönglaendanum. Margir litir. Blómstrar frá júní og langt fram á haust.

Hæð: Hengiblóm

Aðstæður: Mjög sterk og best á sólríkum stað.
Hengi Pelargonia
Lýsing: Ýmsir litir. Blómviljug.

Hæð: Hengiplanta.

Aðstæður: Kýs sólríkan vaxtarstað.
Hengi Tóbakshorn/Hengi Petunia
Lýsing: Stór blóm í rauðum, bleikum, bláum og hvítum litum.

Hæð: Hangandi vöxtur.

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi.

Hentar vel í hengipotta og ker.
Ilmskúfur (Levkoj)
Lýsing: Blandaðir litir í hvítum, bleikum eða rauðum tónum. Ilmandi.

Hæð: 20-40 sm.

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi.

Hentar í sumarblómabeð.
Kornblóm
Lýsing: Blómstrar mikið. Blá blóm og gráloðin blöð. Blómstrar í júní-sept.

Hæð: 25 sm.

Aðstæður: Harðgert. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst vel í öllum vel framræstum jarðvegi.
Krosshnappur/Silfurflétta
Blóm: Blómstrar ekki. Blaðfalleg. Tvílit blöð, græn með hvítum jöðrum.

Hæð: 10 sm. Hentar sem hengiplanta í pottum og kerum eða þekjuplanta í beð.

Aðstæður: Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í rökum og næringarríkum jarðvegi.
Ljónsmunni
Lýsing: Blómstrar mikið. Margir litir og afbrigði.

Hæð: 20-50 cm.

Aðstæður: Þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi.
Logatrúður/Apablóm
Lýsing: Ýmsir litir. Stór blóm.

Hæð: 20 sm.

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í rökum, næringarríkum jarðvegi.

Hentar í sumarblómabeð.
Margaríta
Latneskt heiti: Argyanthemum frutescens

Lýsing: Þekktustu afbrigðin eru hvítar, bleikar eða gular körfur með gulri miðju. Einnig til fyllt og þá er miðjan í sama lit og krónublöðin. Auk þess er til afbrigði með dökkri miðju. Blómstrar mikið.

Hæð: 20-50 cm.

Aðstæður: Harðgerð.
Morgunfrú
Lýsing: Gul eða rauðgul blóm. Blómstrar í júlí og er í blóma langt fram eftir hausti. Blómstrar mikið.

Hæð: 25-40 sm.

Aðstæður: Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst vel í sendnum jarðvegi.

Annað: Það er hægt að nota ung blöð í salöt.
Nellika
Lýsing: Blandaðir litir. Blóm í hvítum, fjólubláum, bleikum og rauðum tónum.

Hæð: 20-40 sm.

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í þurrum, vel framræstum jarðvegi.

Hentar í sumarblómabeð, potta og ker.
Paradísarblóm
Lýsing: Blandaðir litir í gulum, bleikum, rauðum og fjólubláum tónum. Blómríkt. Var oft kallað orkidea fátæka mannsins.

Hæð: 30 sm.

Aðstæður: Harðgerð og blómviljug planta. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst vel í sendnum jarðvegi.
Pelargonia
Lýsing: Ýmsir litir i rauðum, bleikum, fjólubláum og hvítum tónum. Blómviljug

Hæð: 30 - 40 sm

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi.

Hentar í potta og ker.
Risadalía
Silfurkambur
Lýsing: Blaðplanta. Silfurlituð loðin blöð.

Hæð: 20 sm.

Aðstæður: Harðgerð. Vindþolin. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst vel í flestum jarðvegi. Blöðin silfurlituð og loðin.

Stendur fram eftir hausti.
Skjaldflétta
Lýsing: Ýmsir litir. Gulir, rauðir og órangs tónar. Blómstrar lengi.

Hæð: Hengi eða klifurplanta.

Aðstæður: Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst vel í næringarríkum jarðvegi. Þarf grind eða víra til að klifra. Notuð í hengipotta og ker.

Annað: Bragðast svipað og radísur. Það er sniðugt að setja blóm og lauf af skjaldfléttu ofan á salat.
Skógarmalva
Lýsing: Blómin fallegar fjólubláar klukkur.

Hæð: 80 - 100 sm

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þarf stuðning. Þrífst í vel framræstum jarðvegi.

Hentar í sumarblómabeð eða potta og ker.
Skrautkál
Lýsing: Fjólubláar eða hvítar skrautlegar blaðhvirfingar. Standa langt fram á haust.

Hæð: 20-30 sm.

Aðstæður: Þrífst best á sólríkum vaxtarstað. Þarf næringarríkan, vel framræstan jarðveg. Þolir illa þurrk.
Snædrífa
Lýsing: Blá, hvít eða bleik blóm í frá júní og langt fram á haust. Blómstrar mikið og lengi.

Hæð: Hengiplanta. 20-50 sm.

Aðstæður: Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað.

Hentar í hengipotta eða sem þekjandi planta í beð.
Sólblóm
Lýsing: Gul stór blóm.

Hæð: Dvergvaxið afbrigði. Hæð 30 - 40 sm.

Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi.

Hentar í potta og ker.
Show More
Pelargonia

Lýsing: Ýmsir litir i rauðum, bleikum, fjólubláum og hvítum tónum. Blómviljug Hæð: 30 - 40 sm Aðstæður: Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Hentar í potta og ker.